Lestrarhvetjandi umhverfi

Í samhengi við að Akureyrarbær hefur mótað sér læsisstefnu og opnað vefsíðuna  http://lykillinn.akmennt.is/, höfum við á Pálmholti farið í saumana á okkar vinnu tengda læsi og  mótað læsisstefnuna að okkar vinnu

ATH enn er verið að vinna í þessari síðu

1-3 ára 3-4 ára 4-5 ára 5-6 ára
Samræða, tjáning og hlustun
Tjáning, börn örvuð til máls  ♥  ♥  ♥  ♥
Setja orð á alla hluti  ♥  ♥  ♥  ♥
Útskýrum orð og hugtök  ♥      
Málörvandi verkefni og leikföng        
Spjaldtölvur Námsöpp fyrir börn  
Tónlist og söngur        
Ljóð og þulur        
Framsögn      
Hlusta á náttúruna        
Hlusta á lesið og talað mál        
Bók vikunnar      
Póstkassi    
Bækur lesnar            
Loðtöflusögur        
Bækur aðgengilegar        
Hljóðbækur og leikrit      
Lestur og lesskilningur
Svipbrigði og líkamstjáning        
Stig af stigi    
Ritmál sýnilegt        
Hugað að lesátt      
Stafur vikunar      
Spjaldtölvur Námsöpp fyrir börn      
Sjaldtölvur – gagnagrunnur fyrir kennara            
Skólahópur   
Tvítyngd börn –Sértæk vinna            
Snemmtæk íhlutun            
EFI      
Ritun/miðlun
Hljóm
Segja sögur
Ritmál sýnilegt
Vinna með rím
Klappað atkvæði
Tákn með tali
Lubbi finnur málbein
Valkerfi
Þemavinna
Málörvunarhópar Í samvinnu við sérkennslustjóra
Sérkennsla samkvæmt mati sérfræðinga
Stærðfræðiverkefnið MIO
Stafainnlögn
Sjónrænt skipulag
Stig af stigi
Lesfimi
Tilfinningalæsi
Bækur aðgengilegar

 

 

Í september 2000 til júní 2002 var í Pálmholti (efra húsi) unnið þróunarverkefnið „Lestarnám í leikskóla“. Verkefni var styrkt af þróunarsjóði grunn– og leikskóla Akureyrar og Menntamálaráðuneytinu. Markmið með verkefninu var að gera markvissa tilraun með lestrarkennslu í leikskóla. Þróunarstarfinu var ætlað að leiða til:

  • aukinnar þekkingar á forsendum leikskólabarna til lestrarnáms
  • aukinnar þekkingar aðferðum/vinnubrögðum við lestrarkennslu þeirra
  • nánari útfærslu á lestarkennslustarfi með 5 ára börnum síðasta árið þeirra í leikskólanum.

 

 

Flúðir unnu þróunarverkefnið “Bernskulæsi” í samstarfi við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri árið 2006-2007. Út frá hugmyndafræði um lestur á grunni máls og þróun hans allt frá fæðingu varð til hugtakið bernskulæsi (emergent literacy). Bernskulæsi vísar til lestrarhegðunar barns áður en formleg lestrarkennsla hefst (Halldóra Haraldsdóttir, Rósa Eggertsdóttir 2007). Það er skilgreint sem ákveðin færni, þekking og viðhorf sem þroskast sem undanfari eiginlegs lestrar og ritunar. Börnin byggja upp þekkingu í gegnum uppgötvanir um ritmál og í málhvetjandi samskiptum og umhverfi við aðstæður sem eru lausar við gagnrýni. Þrátt fyrir að börn á leikskólaaldri verði ekki öll læs í hefðbundnum skilningi þróast tileinkun þeirra í þá átt jafnt og þétt allan leikskólaaldurinn. Þannig er grunnur að síðari lestrarfærni lagður á heimilum og í leikskóla. Því auðugri sem reynslan er þeim meiri bakgrunnsþekkingu bera börnin með sér í grunnskólann og sum börn læra að lesa í leikskóla og í hvetjandi heimilisaðstæðum án þess að formleg lestrarkennsla hafi átt sér stað. Rannsóknir sýna að stór hluti leikskólabarna er kominn vel á veg með lestrarnám á lokaári í leikskóla og hefur komist þangað að mestu án stuðnings eða markvissrar örvunar. Því er mikilvægt aðstoð þau börn sem ekki læra lesturinn „sjálfkrafa“ á meðan þau eru enn á mesta næmiskeiði fyrir mál og málhljóð – þ. e. á aldrinum þriggja til fimm ára?

Verkefnið litar starfsemi leikskólans. Letur er haft mjög sýnilegt og flestir hlutir merktir. Við höfum þær upplýsingar sem börnin geta nýtt sér í þeirra augnhæð, notum spil og leiki sem stuðla að hljóðgreiningu en sú færni er mikilvæg þegar kemur að því að læra að lesa. Læsi verður gert enn hærra undir höfði á komandi vetri og tekur þátt í átaki Akureyrarbæjar „litbrigði læsis-læsi er lykillinn.