TMT – tákn með tali

 Tákn með tali

er tjáskiptaaðferð sem ætluð er heyrandi fólki með málörðugleika. TMT getur brúað
bilið á milli málleysis og talmáls og örvað börn til samskipta. Leiðbeinandi
táknmálsmyndir eru lagðar fyrir börn, starfsfólk og foreldra með skipulögðum hætti.
TMT getur virkað sem hjálpartæki á meðan börn ná tökum á málinu og er hluti að
málumhverfinu. Lögð verður áhersla á notkun TMT í báðum húsum hér eftir. Allir
bæði nemendur og kennarar fá sitt tákn þegar það byrjar í Pálmholti ásamt því að
foreldrar fá tvö tákn í mánuði send í tölvupósti yfir veturinn.