Category Archives: Birkiholt

Myndir af sumarstarfinu.

Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur og því höfum við verið mikið úti. Við breyttum söngsal í brekkusöng og nutum þess að syngja úti í góða veðrinu. Börnin hafa verið mjög áhugasöm um skordýrin og fara í könnunarleiðangur nánast í hverri útiveru. Börnin fá box hjá okkur til þess að fanga skordýr og þá getum við skoðað… Read More »

Ólöf Línberg með bók vikunnar

Nú er verkefnið bók vikunnar lokið en það hefur gengið mjög vel. Börnin hafa verið áhugasöm og hafa staðið sig einstaklega vel að koma fram fyrir hópinn. Hér má sjá Ólöfu Línberg lesa í samverustund í mars. Ólöf bók vikunnar

Nokkur myndbönd af lestrarhestum á Birkiholti

Hér eru nokkur skemmtileg myndbönd frá Birkiholti. Börnin hafa skipst á að koma með bók í leikskólann sem þau lesa fyrir barnahópinn. Þetta verkefni hefur gengið afar vel eins og sjá má. Elín Rut: Sindri Kristberg: Bjartur Ari: Kristinn : Júlía Mjöll:

Atlanta Dís og bók vikunnar

Í gær kom Atlanta Dís með bók vikunnar. Það krefst mikils hugrekkis að koma upp og lesa fyrir börnin en Atlanta stóð sig eins og hetja og börnin hlustuðu áhugasöm á söguna um refinn og hænuna.   Á myndasíðu Birkiholts eru fleiri myndir frá bók vikunnar, daglegu starfi, læsi og fleira.

Bolludagur nálgast

Við getum ekki beðið eftir bolludeginum og til að tryggja það að börnin fái bollur útbjuggu þau b0lluvendi. Hér eru myndir frá því þegar börnin á Birkiholti gerðu bolluvendi. Fleiri nýjar myndir eru á myndasíðu Birkiholts.

Bók vikunnar á Birkiholti

Nýlega fórum við af stað með verkefnið bók vikunnar. Þá fá börn og foreldrar það verkefni að velja sér bók sem barnið langar að koma með í leikskólann. Bókin er lesin og rædd heima þannig að barnið þekki innihaldið vel. Í samverustundum segir barnið svo frá eða “les” með hjálp myndanna fyrir börnin á deildinni. Þetta er liður… Read More »

Undirbúningur fyrir pabbakaffi

Næstkomandi föstudag er bóndadagur og þá bjóða börnin pabba eða öðrum aðstandanda að koma í kaffi. Börnin á Birkiholti bökuðu bollur sl föstudag sem þau ætla að bjóða upp á í bóndadagskaffinu. Hér eru myndir frá bakstrinum.

Nýjar myndir frá jólastarfi Birkiholts

Desember hefur heldur betur verið viðburðaríkur mánuður hjá okkur á Birkiholti. Hið hefðbundna hópastarf fór í jólafrí en samt sem áður erum við dugleg að halda hópunum og vinna í ýmsu sem tengist jólunum. Árstíðartréð okkar er komið í vetrarbúning og börnin hafa lokið við jólagjafir til foreldra sinna. Á hverjum degi opnum við jóladagatalið sem kemur með… Read More »