Category Archives: Tilkynningar

Kæru foreldrar og börn í Pálmholti

Nú þegar við stöllur stöndum á þeim tímamótum að við hættum störfum í leikskólanum viljum við þakka fyrir góðan tíma saman í leik og starfi. Við komum til með að sakna ykkur mikið en lofum að vera duglegar að koma í heimsókn 🙂 Jólakveðjur Júlía og Nunna

Aðalfundur foreldrafélagssins…

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin miðvikudaginn 21. september klukkan 16:15 í salnum í neðra húsi. Uppgjör síðasta árs auk þess sem foreldraráð kynnir störf sín.   Kaffi, konfekt og pössun í boði !   Sjáumst sem flest enda félag okkar allra og nauðsynlegt að starfrækja öflugt félag!   Stjórnin

Foreldrahandbók

Foreldrahandbók Pálmholts fyrir árið 2016-2017 er komin á heimasíðuna. Hún inniheldur ýmsar fróðlegar upplýsingar fyrir ykkur foreldra og er staðsett undir flipanum foreldrar.

Nýr starfsmaður

Í dag byrjaði Guðrún Jóna á Pálmholti. Hún mun starfa á Víðiholti í vetur og við bjóðum hana velkomna til okkar, hún verður flott viðbót við frábæran hóp.

Starfsmannabreytingar

Á morgun föstudag eru tveir starfsmenn að hætta hjá okkur. Jóhanna deildastjóri Greniholts og Halldór sem er búin að vera hjá okkur í sumar.  Katý (Katrín Elísa) tekur við deildastjórastöðu Greniholts.  Þrír nýjir starfsmenn byrja á Greniholti. Þær Heiða Björg, Helga Ósk og Rakel sem byrjar hjá þeim 1. september. Júlía hættir sem fastur starfsmaður Greniholts og fer… Read More »

Fyrsta vikan

Vonandi eru allir búnir að hafa það gott í sumar. Það er mjög gaman að sjá alla aftur eftir sumarfrí. Aðlögun á milli deilda stendur yfir núna og gengur hún mjög vel. Börnin eru ánægð með að vera orðin svona stór, að flytja á næstu deild. Erum sannfærð um að komandi vetur verður súper góður.

Sumarfrí

Í dag 8. júlí er síðasti dagur fyrir sumarfrí.  Þið þökkum fyrir frábæran tíma í vetur og hafið það sem allra best í sumarfríinu. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur þegar við opnum 9. ágúst klukkan 12:00 að hádegi.

Grænfáninn

Pálmholt fær Grænfánan afhentan aftur 16 júní á afmæli leikskólans. Hægt er að skoða fréttabréf frá landvernd á þessari síðu   http://us9.campaign-archive2.com/?u=20b4d5ad3ac7b44ed907bb4a7&id=b8b58aef0c&e=8a3e790898