Category Archives: Víðiholt

Vorboð á Víðiholti – myndir

Kærar þakkir fyrir dásamlegar samverustundir í vorboðunum. Gaman að sjá hversu góð mæting var og vonandi hafið þið notið stundarinnar eins og við. Nú eru komnar inn myndir frá vorboðunum inn á myndasíðuna okkar sem hægt er að kíkja á.

Vinaheimsókn

Bangsahópur á Víðiholti fékk Rauða hóp af Greniholti í heimsókn í dag. Myndir af heimsókninni eru á myndasíðu Víðiholts.

Náttfataball í efra húsi

Í tilefni síðasta vetrardags var slegið upp náttfataballi við mikla kátínu bæði barna og kennara. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Víðiholts.

SMT umbun á Víðiholti

Í dag vorum við með SMT umbun, valið var að fara í heimsókn í útiveru í neðra hús. Hægt er að sjá myndir á myndasíðu Víðiholts.

Jólaball Víðiholts og Asparholts

Sameiginlegt jólaball Víðiholts og Asparholts var haldið í morgun 11. desember. Við dönsuðum saman í kringum jólatréð við frábæran undirleik frá Steinunni sellóleikara. Við fengum heimsókn frá jólasveini en hann kíkti rétt inn í dyragættina hjá okkur á leið sinni á annað jólaball. Hann hafði týnt pokunum sínum en fann þá sem betur fer eftir smá leit og… Read More »

Nýjar myndir á myndasíðu Víðiholts

Nú eru komin nokkur ný myndaalbúm inn á myndasíðuna okkar. Meðal annar frá jólaundirbúningi í vikunni og brosumbum. Við ætlum að halda áfram að njóta tímans framundan og eiga góðar stundir saman.

Nýjar myndir :)

Nú eru komnar margar nýjar myndir inn á myndasíðuna okkar. 😉 Meðal annars myndir frá morgninum þar sem það var söngsalur og svo opið milli deilda. Hægt var að labba á milli Asparholts og Víðiholts að vild. Börnin voru alveg tilbúin til að skoða nýtt dót og undu sér vel.