Hópastarf Asparholts

Hópastarf hjá Gula og Bleika hóp vikuna 25 – 29. apríl

Þessa vikuna eru Guli og Bleiki hópur í tónlist, við erum að spila á hljóðfæri, dansa og hlusta á allskonar tónlist.

Minni á að á föstudaginn er gulur dagur, gaman væri ef börnin gætu komið í einhverju gulu 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Bláa hóp vikuna 29. feb – 4. mars

Í þessari viku erum við í heimilisfræði, þar leikum við okkur með eldhúsdótið, æfum okkur að leggja á borð og gefa dúkkunum að borða.

 

Hópastarf hjá Gula og Bláa hóp vikuna 22. – 26. febrúar

Þessa vikuna eru Guli og Blái hópur í tónlist, við spilum á allskonar hljóðfæri og dönsum við mismunandi tónlist .

minni á að á föstudaginn er röndóttur dagur og þá mega börnin endilega koma í einhverju röndóttu 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Bláa hóp vikuna 15. –  19. febrúar

Heil og sæl….Þessa vikuna erum við í myndlist, við höfum verið að gera ýmislegt eins og t.d strauja vaxliti, mála með nýjum vatns litum og fleira og fleira. Minnum á að á föstudaginn 19. febrúar er mömmu hjá okkiur kl 8:00 – 9:00 🙂

 

Hópastarf hjá Gula hóp vikuna 8. – 12. febrúar

Þessa vikuna erum við í tónlist og kubbum

 

Þessa vikuna (1-5. febrúar) fellur hópastarfið niður vegna mikilla veikinda barna.

Minni á að á föstudaginn 5. febrúar lokar leikskólinn kl 12:00

 

Hópastarf hjá Gula hóp vikuna 25. – 29. janúar

Sæl veriði, þessa vikuna erum við í myndlist og erum við að föndra ýmislegt eins ogt.d. bolluvendi.

 

Hópastarf hjá Bláa hóp vikuna 25.-29. janúar

þessi vika litaðist af frjálsum leik okkar, við vorum með bolta, bækur, ofl.

Hópastarf hjá Gula hóp vikuna 18 – 22. janúar

Þessa vikuna erum við í eldhúsdótinu inni í Paradís eða í leik inni í Geisla á Lyngholti 🙂

 

Hópastarf hjá Bláa hóp vikuna 18.-22. janúar

þessa vikuna vorum við í myndlist og lituðum á pappadiska sem síðan verða bollavendirnir okkar.

 

Hópastarf hjá Rauða og Græna hóp – vikuna 11 – 15. janúar.

Sæl veriði, gleðilegt árið og takk fyrir það gamla. Jæja þá er allt að komast í rétta braut eftir gott jólafrí og hópastarfið farið af stað aftur. Þessa vikuna erum við í Rauða og Græna hóp í myndlist þar sem við höfum verið að lita, gera hendurnar okkar, byrja ‚ o.fl. Á miðvikudaginn féll hópastarfið niður því við fórum í fyrsta danstímann hjá Ingu Möggu danskennara. Börnin ykkar voru rosalega dugleg og tóku virkan þátt miðað við fyrsta tíman svo þetta lofar góðu. Við minnum á að á föstudaginn  15. janúar er vasaljósadagur þá mega börnin koma með vasaljós að heiman – Muna að merkja ljósin. 🙂

 

Hópastarf hjá Gula hóp vikuna 11 – 15. janúar

Heil og sæl..

Nú er hópastarfið komið á fullt aftur eftir jólafrí.Þessa vikuna erum við í Gula hóp í tónlist þar sem við spilum á hljóðfæri og dönsum við allskonar tónlist, við fórum líka yfir á Víðiholt og skoðuðum dótið þeirra þar. Á miðvikudaginn féll reyndar hópastarfið niður en í staðin var danskennsla með Ingu Möggu danskennara, mjög gaman!  Minni á að á föstudaginn  15. janúar er vasaljósadagur þá mega börnin koma með vasaljós að heiman 🙂

Hópastarf hjá Bláa hóp vikuna 11.-15. janúar

þessa vikuna vorum við í heimilisfræði og lékum okkur með dúkkur og matardót. Við æfðum okkur í að klæða dúkkurnar í föt og gefa þeim að borða. Danskennslan á miðvikudeginum kom í stað hópastarfs þennan dag.

 

 

 

Nú er hópastarfi lokið fyrir áramót og ætlum við að hafa það notalegt í Desember, föndra, laufabrauðs útskurður, jólaball o.fl

Hópastarf hjá Bláa og græna hóp vikuna 23.-27. nóvember

Þessa vikuna vorum við í tónlist og fengum við að spila á trommu og sungum með þá vorum við með ball á eftir. Alltaf stuð hjá okkur 🙂

Hópastarf hjá Bleika hóp vikuna 23.- 27. nóv.

í hópastarfinu okkar vorum við í frjálsum leik

Hópastarf hjá Gula og Rauða hóp, vikuna 23 – 27. nóvember.

Heil og sæl…Í hópastarfinu þessa vikuna erum við í myndlist, við höfum verið að gera jólaföndur, mála á köngla og ýmislegt annað.

Vil minna á að á föstudaginn er fjólublár dagur 🙂

Hópastarf hjá bláa og græna hóp vikuna 16.-20. nóvember

þessa vikuna vorum við í myndlist og fengum við köngla til að mála og hengdum við þá svo á greinina okkar þá fengum við líka blöð til að lita á.

Hópastarf hjá Beika hóp vikuna 16. – 20. nóvember

í dag vorum við í boltaleik og í búningaleik

Hópastarf hjá Gula og Rauða hóp, vikuna 16 – 20. nóvember.

Hæ hó. Þessa vikuna erum við í heimilisfræði, og erum við búin að vera að leika okkur með eldhúsdótið, eldavélina o.f.l.

Blái hópur fór í vinaheimsókn á Furuholt og hitti vinahópinn sinn. þar lékum við okkur saman með dýr og kubba.

Hópastarf hjá Gula og Rauða hóp, vikuna 9 – 13 . nóvember.

Sælir kæru foreldrar, þessa vikuna erum við í myndlist í hópatarfinu og erum við búin að vera að lita og mála flottar myndir, svo fer að styttast í það að við förum að byrja á jólaföndrinu 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Rauða hóp, vikuna 2 – 6. nóvember.

Halló, þessi vika er tilrauna vika og erum við að prófa allskonar tilraunir m.a að nudda blöðru í hárið og sjá hvað gerist, gera skuggamyndir o.f.l og hafa börnin mjög gaman að því. Við höfum líka verið í tónlist og þar höfum við verið að hlusta á mismunandi mússík og dansa við hana. Á morgun föstudag verður svo tilraunardagur þar sem verða allskonar stöðvar með ýmsum tilraunum í boði og þar fá börnin að flakka á milli.

Á mánudaginn byrjaði hjá okkir nýr strákur hann Johan Jörundur og verður hann í Rauða hóp, við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að kynnast honum 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Græna hóp, vikuna 26 – 30. október.

Góðan daginn. Þessa vikuna erum við í tónlist, höfum verið dugleg að spila á hljóðfærin og syngja með. á þriðjudögum og fimmtudögum förum við svo inn á Víðiholt og leikum okkur það, mjög gaman að fá að fara á nýtt leiksvæði og skoða öðruvísi dót 🙂

 

Hópastarf hjá Bleika hóp vikan 19.-23. október

Halló loksins er ég búin að læra að setja færslu inn á nýju síðuna (held ég vonandi 🙂 )

þessa vikuna erum við búin að vera í myndlist að mála hendurnar okkar og fætur í tengslum við verkefnið okkar“ ég sjálf“og eins vorum við líka að gera sandmyndir. Eins vorum við líka að æfa okkur að lita   Allir rosalega áhugasamir og duglegir.   Eigið góða helgi.

Hópastarf hjá Rauða og Bláa hóp, vikan 19. – 23. Október.

Halló…
Þessa viku vorum við í tónlist þar sem við prófuðum hin ýmsu hljóðfæri. Við hlustum á hljóðin sem hljóðfærin gefa frá sér og eins notuðum við þau til að spila með þegar við syngjum. Í þessum hópastarfstímum hlustum við líka á skemmtilega tónlist og dönsuðum með.
Við kíktum líka í heimsókn á Víðiholt en við höfum aðgang að einu leikrými þar. Börnunum þótti gaman að fá að kíkja á dótið þar og leika sér. Sum börnin kláruðu að stimpla hendur, lita á fatapoka og gera sjálfsmyndina sína.
Við minnum á náttfatadag á morgun föstudag og óskum ykkur svo góðrar helgar 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Græna hóp, vikuna 19. – 23. október

Heil og sæl. Þessa vikuna höfum við verið í heimilisfræði þar sem börnin leika sér með eldhúsdótið, dúkkur o.f.l. Við eldum matinn, leggjum á borð, klæðum dúkkurnar í fötin,  brjótum saman þvottinn og ýmislegt sem tilheyrir heimilinu.

Vil minna á að á næsta föstudag verður náttfataball og þá mega allir koma í náttfötunum sínum í leikskólann 🙂

 

Hópastarf hjá Rauða og Bláa hóp, vikan 12. – 16. október.

Sælir kæru foreldrar.
Börnin hafa verið í Paradís þessa viku þar sem við höfum verið í heimilisfræði. Börnin fá þar að leika sér með eldhúsdót og tilheyrandi efnivið, dúkkur og fleira. Við erum að leggja á borð, elda matinn, klæða dúkkurnar og annað sem fellur til heimilisfræði. 🙂
Börnin aðlagast hópastarfinu vel og allir eru svo duglegir. Enn er svolítið um veikindi í okkar hópum en vonandi fer það að taka enda og sendum við bataknús til þeirra sem við á. Við minnum á að á morgun er Bangsadagur og þá mega allir koma með einn bangsa með sér – muna bara að merkja.
Eins minnum við á myndasíðuna en þar eru alltaf einhverjar myndir að koma inn.


Hópastarf hjá Gula og Græna hóp, vikuna 12. – 15. október.

Í hópastarfinu þessa vikuna erum við í myndlist, börnin hafa verið að stimpla hendur og fætur sem verður svo notað í verkefnið okkar ,,ég sjálf/ur“, inn á milli höfum við líka verið að lita á venjuleg blöð og leika okkur að allskonar dóti.

Minni á myndirnar á síðunni okkar 🙂

 

Hópastarf hjá Rauða og Bláa hóp, vikan 5. – 9. Október.

Þá er hópastarfið formlega hafið hjá okkur og eru börnin að kynnast því í rólegheitum. Við byrjum hvern hópastarfstíma á því að setjast niður og syngja vinalagið.

„Við erum vinir, við erum vinir
ég og þú, ég og þú
leikum okkur saman,
leikum okkur saman
ég og þú, ég og þú“
(lag, „Meistari Jakob,,)

Í þessari viku höfum við verið í myndlist og leik á deildinni okkar. Nokkur börn hafa stimplað hendur á blað sem verður síðar notað í þemaverkefnið okkar „ég sjálf/ur“. Flestir eru búnir að gera sína fyrstu sjálfsmynd og flestir einnig búnir að lita á taupoka sem sendur verður heim fljótlega. Nokkrar myndir úr hópastarfinu eru komnar á myndasíðuna okkar svo það er um að gera að fylgjast með lífinu í leikskólanum 🙂

 

Hópastarf hjá Gula og Græna hóp vikuna 5 – 9 október.

Þessa vikuna erum við að kynna hópastarfið fyrir börnunum. Í byrjun hvers hópastarfstíma syngjum við vina lagið.

„Við erum vinir, við erum vinir
ég og þú, ég og þú
leikum okkur saman,
leikum okkur saman
ég og þú, ég og þú“
(lag, „Meistari Jakob,,)

Þessa viku erum við í tónlist og kubbum inni í Stjörnu og Draumalandi, Í tónlistinni kynnum við fyrir börnunum allskonar hljóðfæri sem þau fá að prófa svo verður dansað og hlustað á skemmtilega tónlist.

Hægt er að sjá myndir frá hópastarfinu inni á myndasíðu Asparholts 🙂

 

Guli hópur/

Eva Bryndís

Alexander Smári

Erik Ingi

Daníel Óli

Júlía Björg

Björk Sigríður

Rauði hópur/

Eva Dögg

Kári Sæberg

Ólafur Darri

A. Sveinnóli

Sveinbjörn Sölvi

 

Græni hópur/

Brynja

Júlía Ósk

Alexa Dís

Jakob Jóhann

Tryggvi Steinn

 

Blái hópur/ Heiðdís og Halla

Monika Anný

Elísabet Aría

Stefanía Vigdís

Pétur Hrafn

Vilberg Rafael

Bleiki hópur/

Kolla Ó

Sigurlaug Saga

Sigurbjörn Ari

Hjörleifur Karl

Hekla Þorbjörg

Hópatímaskráningar