E – H

E

Einn lítill, tveir litlir fingur

Einn lítill, tveir litlir,
þrír litlir fingur,
fjórir litlir, fimm litlir,
sex litlir fingur,
sjö litlir, átta litlir,
níu litlir fingur,
tíu litlir fingur á höndum

Ein stutt, ein löng

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.

Köttur og mús og sætt lítið hús,
sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt ein löng, hringur á stöng
og flokkur, sem spilaði og söng.

Penni og gat og fata sem lak
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.

Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.

É

Ég á augu, ég á eyru

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið skrítið nef.
Ég á augabrúnir, augnlok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar, og varir rauðar,
kann að tala tungumál.
Eina tungu og tvö lungu
og innst inni hef ég sál.
Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem slær,
tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið, ég get hlaupið
og á höfði hef ég hár.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
og heila sem er klár.
Í heilanum spurningar
ég velti fyrir mér
og stundum koma svörin
svona eins og af sjálfu sér.
En sumt er margt svo skrýtið
sem ég ekki skil,
en það gerir óskup lítið
því mér finnst gaman að vera til.

Ég heyri svo vel

Ég heyri svo vel,
ég heyri snjóinn snjóa.
Ég heyri svo vel,
ég heyri grasið gróa..
Ég heyri svo vel,
ég heyri orminn mjóa.
Heyri hárið vaxa,
heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.
Þú finnur það vel,
allt færist nær þér.
Þú finnur það vel,
þú kemur nær mér.
Þú finnur það vel,
allt fæðist í þér.
Andlitin lifna og húsin dansa
og hundurinn hlær.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð’ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.
(Hinrik Bjarnason/T Connor)

F

Fimm litlir apar

Fimm litlir apar
sátu uppí tré
þeir voru að stríða krókódíl
“þú nærð ekki mér”.
Þá kom hann herra krókódíll
svo hægt og rólega… og namm.
Fjórir litlir apar…

Fingurnir

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur
fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur
sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur
tíu litlir fingur á börnum

Fiskalagið

Nú skulum við að syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!

Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!

Fílaleiðangur

Einn fíll lagði af stað í leiðangur,
lipur var ei hans fótgangur.
Takturinn fannst honum heldur tómlegur,
svo hann tók sér einn til viðbótar.

Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur,
lipur var ei þeirra fótgangur.
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur,
svo þeir tóku sér einn til viðbótar.

Þrír fílar o.s.frv.

Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?
En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

Furðuverk

Ég á augu, ég á eyru,
ég á lítið skrýtið nef,
ég á augabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef,
ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár
eina tungu og tvö lungu
og lengst inni hef ég sál.

G

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land,
hitti þar einn gamalann mann.
Sagði svo og spurði svo:
„hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi,
Kappalandi, Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi.
Klappalandi hinu góða.
-Grátlandi
-Hopplandi
-Hlælandi
-Stapplandi
-Íslandi

Góðan dag

Góðan dag, kæra jörð. Góðan
dag, kæra sól. Góðan dag, kæru
tré og blómin mín öll. Sæl fiðrildin
mín og lóan svo fín. Góðan dag
fyrir þig. Góðan dag fyrir mig.

Göngum við í kringum

Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.

Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.

Þriðjudagur: Vindum okkar þvott
Miðvikudagur: Hengjum okkar þvott
Fimmtudagur: Teygjum okkar þvott
Föstudagsmorgun: Straujum okkar þvott
Laugardagsmorgun: Skúrum okkar gólf
Sunnudagsmorgun: Greiðum okkar hár
Seint á Sunnudagsm: Göngum kirkjugólf

H

Hátt upp í fjöllunum

Hátt upp í fjöllunum búa þrjú tröll
tröllapabbi, tröllamamma og litli trölli rölli.
Bö! segir tröllababbi, bö! segir tröllamamma,
en hann litli trölli rölli segir ekki neitt, ussss….

Hér búálfur á bænum er

Hér búálfur á bænum er
á bjálkalofti í dimmunni.
Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.
Hann stappar fótum, hoppar hátt
og haframjölið étur hrátt.

Hérna koma nokkur risatröll

Hérna koma nokkur risatröll hó hó!
Þau öskra svo það bergmálar um fjöll, hó hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burta dúfurnar.
En bak við fjöllinn liggur sól í leyni
og ef hún skín þá verða þau að steini.

Hjólin á strætó

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
hring, hring, hring,
hring, hring, hring!
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
– út um allan bæinn!

Hurðin á strætó opnast út og inn,
út og inn, út og inn!
Hurðin á strætó opnast út og inn
– út um allan bæinn!

Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling,
klink, kling, kling,
klink, kling, kling!
Peningarnir í strætó segja klink,kling,kling
– út um allan bæinn!

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,
bla, bla, bla,
bla, bla, bla!
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
– út um allan bæinn!

Börnin í strætó segja hí, hí, hí,
hí, hí, hí,
hí, hí, hí!
Börnin í strætó segja hí, hí, hí
– út um allan bæinn!

Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss,
uss, suss, suss,
uss, suss, suss!
Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss
– út um allan bæinn!

Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb,
bíb, bíb, bíb,
bíb, bíb, bíb!
Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb
– út um allan bæinn!