O – T

Ó

Óli prik

Punktur, punkur, komma, strik
þetta er hann Óli prik.
Hálsinn mjór, maginn stór,
hendur, hendur, (kapp, klapp)
fætur, fætur, (klapp, klapp)
Finnst þér ekki Óli sætur
Hár, hár, hár, hár,
nú er karlinn klár

Óskasteinar

Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla vildi þeim leyna,
huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa eða drengur
silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

P

Palli var einn í heiminum

Ég þekki lítinn labbakút,
sem langaði að stelast út.
Á litlu tánum læddist einn,
en langaði ekki að vekja neinn.
:,: Ha, ha, ha, trúðu mér
Palli var einn í heimi hér :,:

Út á götu æddi hann,
og ekki nokkurn þar hann fann.
Suður í búð hann síðan gekk,
og súkkulaðimola fékk.
:,: Ha, ha, ha, trúðu mér
Palli var einn í heimi hér :,:

Pálína með prikið

Pálína með prikið
potar sér gegnum rykið,
rogast hún með rjóma, rembist hún með smjör.
Þetta verður veisla, vítamín og fjör.
:,: Pálína með prikið. :,:
Pálína með pakkann
pjakkar heim allan bakkann.
Vertu ekki vond þótt vísan sé um þig.
Pálína með pakkann, passar fyrir mig.

Pipakökusöngurinn

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.
Bræðið yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er að hræra kóló sykurs
saman við það, heillin mín.
Þegar öllu þessu er lokið
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið
og breiða það svo út á fjöl.

R

Ramm samm samm

:,: Aa ramm samm samm :,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm.
:,: Aa ramm samm samm :,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm.
:,: Hér er ég, hér er ég
gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm :,:

Ríðum heim til hóla

Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.
Ríðum út að Ási.
Ef við höfum hraðann á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum út að Ási.
Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af,
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.

Ryksugulagið

Ryksugan á fullu, étur alla drullu,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Sópa burtu ryki með kústi og gömlu priki,
trallalara, trallalara, trallararamm.

Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa
og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa
svo söngflokkurinn haldi sínu lagi
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Út með allan skítinn svo einhver vilji líta inn,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Skúra, skrúbba og bóna, rífa af öllum skóna,
trallalara, trallalara, trallararamm.

Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa
og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa
svo söngflokkurinn haldi sínu lagi
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

S

Sautjándi júní

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár en í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí jei,
það er komin 17. Júní. :,:
Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn, árvissan og stóran blómasveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan karl.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí jei,
það er komin 17. Júní. :,:
Skrúðgöngurnar þramma undir lúrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðanna höld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí jei,
það er komin 17. Júní. :,:
Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí jei,
það er komin 17. Júní. :,:

Sá ég spóa

Sá ég spóa
suður í flóa.
Syngur Lóa
út um móa;
„bí, bí, bí, bí“
vorið er komið víst á ný.

Siggi var úti

Siggi var úti með ærnar í haga,
allar stukku þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi hann að lágfóta dældirnar smó
:,: Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti :,:
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti.
Greyið hann Siggi, hann þorir ekki heim.
Aumingja Siggi var hreint engin hetja,
hélt hann að lágfóta gerði sér mein,
inn undir bakkann sig vildi hann setja,
svo skreið hann lafhræddur upp undir stein.
:,: Agg, gagg, gagg, sagði tófan á grjóti :,:
undi svo víða sá ómurinn ljóti
ærnar að stukku sem hundeltar heim.
Þá tók hann Siggi til fóta sem fljótast,
flaug hann sem vindur um urðir og stall.
Tófan var alein þar sem eftir að skjótast,
ólukku kindin hún þaut upp á fjall.
:,: Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti :,:
Trúi ég af augunum hans tárperlur hrjóti,
titrandi er kom hann á kvíarnar heim.

Syngjandi geng ég allsstaðar

Viðlag:
Syngjandi hér, syngjandi þar
syngjandi geng ég allsstaðar
Sí og æ
Æ og sí
Aldrei fæ ég nóg af því.

Forsöngvarinn:
Einu sinni ég átti kú
Börnin:
Einu sinni ég átti kú.
Forsöngvarinn:
Hún sagði ekki mö, heldur ba,ba,bú.
já, býsna skrýtin var kýrin sú.

Ég átti hrút og hann var grár.
Ég átti hrút og hann var grár.
Svo skipt´ann um lit og eftir ár
hann orðinn var næstum því
Fjólublár.

Ég átti líka hund sem oft svaf fast.
Ég átti líka hund sem oft svaf fast.
Og þegar rigndi og það var hvasst,
þá fékk hann alltaf gigtarkast.

Ég átti fugl sem í búri bjó.
Ég átti fugl sem í búri bjó.
Hann aldrei söng, jafnvel ekki þó
að undir væri leikið á píanó.

Ég átti kött sem var klókur og vís.
Ég átti kött sem var klókur og vís.
Hann var andvígur því að eltast við mýs, en át bara kökur og rjómaís

Skín í rauðar skotthúfur

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið og ró, útí frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjór þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.

Snjókorn falla

Snjókorn falla, á allt og alla
Börnin leika og skemmta sér
Nú er árstíð, kærleika og friðar
komið er að jólastund

Vinir hittast og halda veislu
borða saman jólamat.
Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.

Á jólaball við höldum í kvöld
Ég ætla að kyssa þig
undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins loga’

Plötur hljóma, söngvar óma
gömlu lögin syngjum hátt
Bara’ ef jólin, væru aðeins lengri
en hve gaman væri þá

Á jólaball við höldum í kvöld
Ég ætla að kyssa þig
undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins loga’

Snjókorn falla, á allt og alla
Börnin leika og skemmta sér
Nú er árstíð, kærleika og friðar
komið er að jólastund

Vinir hittast og halda veislu
borða góðan jólamat
Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag

Á jólaball við höldum í kvöld
Ég ætla að kyssa þig
undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins loga’

Snæfinnur snjókarl

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
Snæfinnur snjókarl,
bara sniðugt ævintýr,
segja margir menn, en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hans;
er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá æði léttur þá,
uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
„Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil.“
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn,
-var ekki seinn-
alveg niðu’r á torg,
með sæg af börnum söng hann lag,
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.
Hinrik Bjarnason

Sól, sól skýn á mig

Sólin er risin, sumar í blænum
sveitin að klæðast úr feldinum grænum
ómar allt lífið af yndi og söng
unaðs björtu dægrin löng

Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.

Blóm brekkur skrautlegar iðandi anga
andblærinn gælir við marglita vanga
ómar allt lífið af yndi og söng
unaðs björtu dægrin löng

Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.

Sól sól skín á mig
ský ský burt með þig
gott er í sólinni að gleðja sig
sól sól skín á mig.

Sólargeislinn

Þú sólargeisli sem
gæist inn,
Og glaður skýst inn um
gluggan minn.
Mig langar svo til að
líkjast þér.
Og ljósi varpa á hvern
sem er.

Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn.

Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn.

Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn.

Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
allan daginn.

Fiskarnir synda undir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allan daginn.

Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allan daginn.

Börnin hlaupa yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin hlaupa yfir brúna,
allan daginn.

Sumri hallar

Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.

Girnast allar elfur skjól
undir mjallar þaki,
þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki.

Verður svalt því veðri er breytt,
vina eins er geðið,
þar sem allt var áður heitt,
er nú kalt og freðið
Þjóðvísu

Sestu hérna sólskinsbarn,
sumar hjá þér dvelur,
meðan haustsins gráa garn
grösin jarðar felur

Söngvasveinar

Við erum söngvasveinar á leiðinni út í lönd,
Við erum söngvasveinar á leiðinni út í lönd.
Við leikum á flautu, skóarhorn og skóarhorn,
við leikum á flautu, fiðlu og skóarhorn.
Og við getum dansað hoppsasa, hoppsasa, hoppsasa
við getum dansað hoppsasa, hoppsasaaa.

T

Tilfinningablús

Ég finn það ofan í maga o-ho
Ég finn það niður í fætur o-ho
Ég finn það fram í hendur o-ho
Ég finn það upp í höfuð o-ho
Ég finn það hér og hér og hér
og hér og hér og hér og hér
hvað ég glöð (reið/leið/þreytt/hress)
hér inni í mér.

Tombai

Tom bai, Tom bai, Tom bai, Tom bai,
Tom bai, Tom bai, Tom bai.
Don, don, don, Di ri don,
Di ri di ri don
Tra la la la la, tra la la la la
Tra la la la la la – Hei!

Tólf eru synir

Tólf eru synir tímans,
sem tifa fram hjá mér,
Janúar er á undan
með ár í faðmi sér.
Febrúar á fannir.
Þá læðast geislar lágt.
Mars þótt blási oft biturt,
þá birtir smátt og smátt.
Í apríl sumar aftur.
Þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
Í júní sest ei sólin.
Þá brosir blómafjöld.
Í júlí baggi er bundinn
og borðuð töðugjöld.
Í ágúst slá menn engið
og börnin tína ber.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þverr.
Í október fer skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt
í norðurljósa geim.
Þótt desember sé dimmur,
dýrðleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.

Trommulagið

Við réttum trommuna til (nafn barns)
og (nafn barns) spilar,
við syngjum öll með
Góðan dag, góðan dag.
Hvernig líður þér í dag,
vonandi líður þér vel
Júhú!!!
(og svona koll af kolli þar til að öll börnin eru búin að tromma)

Tröllin

Hérna koma nokkur risatröll-hó!hó!
Þau öskra svo að bergmálar um fjöll-hó!hó!
Þau þramma yfir þúfurnar,
svo fljúga burtu dúfurnar,
en bak við ský er sólin hlý í leyni.
Hún skín á tröll svo verða þau að steini