Drífa Þórarinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Pálmholt.

By | 15/08/2018

Drífa Þórarinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Pálmholt. Staða skólastjóra var auglýst fyrir nokkru þar sem núverandi skólastjóri Erna Rós Ingvarsdóttir lætur af störfum á næstu vikum. Alls bárust tvær umsóknir um starfið.
Drífa er 45 ára gamall Vestmannaeyingur og hefur áralanga reynslu af stjórnunarstarfi í leikskólum bæði sem deildarstjóri og skólastjóri.  Á árunum 2000-2007 var hún skólastjóri í Smábæ í Hrísey og í Krílakoti á Dalvík frá 2011-2017. Hún er einnig vel kunnug leikskólastarfi hér á Akureyri en hún starfaði á Kiðagili í fjögur ár og er núverandi deildarstjóri á Tröllaborgum.
Drífa lauk leikskólakennaraprófi árið 2004, diplómu í sérkennslufræðum árið 2006 og meistaraprófi í menntunarfræðum árið 2010.
Drífa er boðin velkomin til starfa og mun hefja störf ánæstu vikum en ekki er alveg frá gengið hvernær.