Foreldraráð

Hlutverk foreldraráðs
Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90 frá 2008 skal starfa foreldraráð við hvern leikskóla og skal það skipað þremur foreldrum að lágmarki. Kosning til foreldraráðs skal fara fram í september á hverju ári og skal kosið til eins árs í senn. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi skólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar í leikskólastarfi. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.

Foreldraráð veturinn 2018-2019 skipa:
Formaður:Sindri Kristjánsson, sindrik@gmail.com (faðir Sigrúnar Margrétar á Furuholti)
Meðstjórnandi: Harpa Samúelsdóttir, harpasam@icloud.com (móðir Vilbergs Rafaels á Furuholti)
Ritari, Sandra Karen Ragnarsdóttir, sandra.karen.r@gmail.com (móðir Óskars á Furuholti)
Kristín Helga Jónasdóttir, svinsen@simnet.is (móðir Eyjólfs Árna á Birkiholti og Hallgríms Snorra á Asparholti)
Anna Lilja Björnsdóttir, anna.lilja.bj@gmail.com (móðir Ómars á Asparholti)
Gyða Sjöfn Njálsdóttir, gydasjofn@gmail.com (móðir Ásrúnar Heklu á Greniholti)
Eva Reykjalín Elvarsdóttir, eva@evareykjalin.is (móðir Arnars Más á Birkiholti)

Foreldrar eru eindregið hvattir til að hafa samband við fulltrúa í foreldraráði ef þeir vilja koma óskum, tilmælum eða fyrirspurnum til ráðsins.
Foreldraráð hefur mótað sér starfsreglur með hliðsjón af Handbók foreldraráða sem gefin er út af samtökunum Heimili og skóli. Starfsreglurnar voru samþykktar á Aðalfundi foreldrafélags Pálmholts 22. september 2011 og þann 7. mars árið 2016 voru þær uppfærðar á fundi foreldraráðs. Starfsreglurnar má skoða hér:

STARFSREGLUR FORELDRARÁÐS PÁLMHOLTS