Matseðlar

Matseðlar nóv 2017
Matseðlar ALLUR des 2017

Frá áramótum 2012 voru matseðlar í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar samræmdir.
Gerðir hafa verið matseðlar sem rúlla á sjö vikna fresti og hafa næringarfræðingar og aðrir sérfræðingar komið að gerð þeirra til að tryggja að næringarefni séu við hæfi.  Á vefsíðu Akureyrarbæjar má skoða alla matseðlana, uppskriftirnar og sýnishorn af næringarútreikningi, sjá HÉR .

Í morgunmat í efra húsi er hafragrautur í boði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.  Með hafragrautnum eru bornar fram rúsínur og mjólk.  Á þriðjudögum og fimmtudögum er boðið upp á  Cheerios ásamt mjólk eða súrmjólk.  Börnin fá einnig ávexti á hverjum morgni.
Enginn hvítur sykur eða púðursykur er í boði.
Í neðra húsi er þessu víxlað þannig að hafragrauturinn er á þriðjudögum og fimmtudögum en Cheerios hina dagana.

Í síðdegishressingu er uppistaðan smurt brauð – oftast bakað hér í eldhúsinu – með áleggi og einnig hrökkbrauð, ávextir og grænmeti.