Sumarfrí

Í dag 8. júlí er síðasti dagur fyrir sumarfrí.  Þið þökkum fyrir frábæran tíma í vetur og hafið það sem allra best í sumarfríinu. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur þegar við opnum 9. ágúst klukkan 12:00 að hádegi.

Áfram Ísland

Nemendurnir á Furuholti voru alveg með það á hreinu hverjir myndu sigra leikinn í dag og „Áfram ÍSLAND“ er búið að hljóma um ganga leikskólans í morgun.  Það var því við hæfi að allir stuðningsmennirnir fengju íslenska fánann á kinnina til að sýna stuðning sinn

Myndir af sumarstarfinu.

Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur og því höfum við verið mikið úti. Við breyttum söngsal í brekkusöng og nutum þess að syngja úti í góða veðrinu. Börnin hafa verið mjög áhugasöm um skordýrin og fara í könnunarleiðangur nánast í hverri útiveru. Börnin fá box hjá okkur til þess að fanga skordýr og þá getum við skoðað… Read More »

Grænfáninn

Pálmholt fær Grænfánan afhentan aftur 16 júní á afmæli leikskólans. Hægt er að skoða fréttabréf frá landvernd á þessari síðu   http://us9.campaign-archive2.com/?u=20b4d5ad3ac7b44ed907bb4a7&id=b8b58aef0c&e=8a3e790898    

Sumarstarfsmaður

Halldór er sumarstarfsmaður, hann verður afleysing í báðum húsum og er með heimastöð á Greniholti. Við bjóðum hann velkomin til starfa.

Sumarstarfsmaður

Eydís Helga er sumarstarfsmaður, hún verður afleysing í báðum húsum og er með heimastöð á Asparholti. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Útskrift elstu barna á Furuholti

Í gær var haldin útskriftarathöfn fyrir elstu börnin okkar. Nú eru komnar inn fullt af myndum og myndbönd frá þessari frábæru stund sem við áttum með börnunum 0g foreldrum þeirra. Þarna eru svo sannarlega flottir gullmolar á ferð sem hefja grunnskólagöngu sína í haust.

Skóladagatal

Nú er búið að setja inn nýtt skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017. Dagatalið má finna undir flipanum upplýsingar.

Vorboð á Víðiholti – myndir

Kærar þakkir fyrir dásamlegar samverustundir í vorboðunum. Gaman að sjá hversu góð mæting var og vonandi hafið þið notið stundarinnar eins og við. Nú eru komnar inn myndir frá vorboðunum inn á myndasíðuna okkar sem hægt er að kíkja á.

Myndir komnar frá Búningadegi á Víðiholti

Á miðvikudaginn, 4. maí, var búningadagur hjá okkur á leikskólanum. Í leikskólann mættu fjölbreyttar furðuverur og skelltum við upp balli á Lyngholti í tilefni dagsins. Hægt er að sjá myndir frá deginum inn á myndasíðu Víðiholts.