Myndir komnar frá Búningadegi á Víðiholti

Á miðvikudaginn, 4. maí, var búningadagur hjá okkur á leikskólanum. Í leikskólann mættu fjölbreyttar furðuverur og skelltum við upp balli á Lyngholti í tilefni dagsins. Hægt er að sjá myndir frá deginum inn á myndasíðu Víðiholts.

Umhverfisskilti

Nú geta foreldrar og aðrir áhugasamir séð afrakstur af samgönguverkefni okkar á Pálmholti sem við höfum unnið að eftir áramót. Nú í vikunni voru að hengd upp skilti til að minna fólk á að slökkva á bílnum þegar lagt er fyrir utan leikskólann. Fyrr í vetur fengu allir foreldrar spjald í bílinn til áminningar um að slökkva á… Read More »

Sumarstarfsmaður

Í dag byrjaði  Gunna (Guðný) hjá okkur, hún verður afleysing í báðum húsum  en er með heimastöð á Furuholti. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Vinaheimsókn

Bangsahópur á Víðiholti fékk Rauða hóp af Greniholti í heimsókn í dag. Myndir af heimsókninni eru á myndasíðu Víðiholts.

Náttfataball í efra húsi

Í tilefni síðasta vetrardags var slegið upp náttfataballi við mikla kátínu bæði barna og kennara. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Víðiholts.

SMT umbun á Víðiholti

Í dag vorum við með SMT umbun, valið var að fara í heimsókn í útiveru í neðra hús. Hægt er að sjá myndir á myndasíðu Víðiholts.

Breytingar í starfsmannahópnum

Fyrsta apríl byrjaði hjá okkur nýr starfsmaður en hún heitir Eva Hildur og er leikskólakennari. Hún er á Víðiholti og leystir Írisi af. Íris er komin í fæðingarorlof. Einnig er Hafdís deildastjóri Birkiholts komin í fæðingarorlof og Helga Rut tekur við hennar stöðu sem deildastjóri. Regina er komin með fasta stöðu inn á Birkiholti en hún var að… Read More »

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið… Read More »