Sumarstarfsmaður

Eydís Helga er sumarstarfsmaður, hún verður afleysing í báðum húsum og er með heimastöð á Asparholti. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Útskrift elstu barna á Furuholti

Í gær var haldin útskriftarathöfn fyrir elstu börnin okkar. Nú eru komnar inn fullt af myndum og myndbönd frá þessari frábæru stund sem við áttum með börnunum 0g foreldrum þeirra. Þarna eru svo sannarlega flottir gullmolar á ferð sem hefja grunnskólagöngu sína í haust.

Skóladagatal

Nú er búið að setja inn nýtt skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017. Dagatalið má finna undir flipanum upplýsingar.

Vorboð á Víðiholti – myndir

Kærar þakkir fyrir dásamlegar samverustundir í vorboðunum. Gaman að sjá hversu góð mæting var og vonandi hafið þið notið stundarinnar eins og við. Nú eru komnar inn myndir frá vorboðunum inn á myndasíðuna okkar sem hægt er að kíkja á.

Myndir komnar frá Búningadegi á Víðiholti

Á miðvikudaginn, 4. maí, var búningadagur hjá okkur á leikskólanum. Í leikskólann mættu fjölbreyttar furðuverur og skelltum við upp balli á Lyngholti í tilefni dagsins. Hægt er að sjá myndir frá deginum inn á myndasíðu Víðiholts.

Umhverfisskilti

Nú geta foreldrar og aðrir áhugasamir séð afrakstur af samgönguverkefni okkar á Pálmholti sem við höfum unnið að eftir áramót. Nú í vikunni voru að hengd upp skilti til að minna fólk á að slökkva á bílnum þegar lagt er fyrir utan leikskólann. Fyrr í vetur fengu allir foreldrar spjald í bílinn til áminningar um að slökkva á… Read More »

Sumarstarfsmaður

Í dag byrjaði  Gunna (Guðný) hjá okkur, hún verður afleysing í báðum húsum  en er með heimastöð á Furuholti. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Vinaheimsókn

Bangsahópur á Víðiholti fékk Rauða hóp af Greniholti í heimsókn í dag. Myndir af heimsókninni eru á myndasíðu Víðiholts.

Náttfataball í efra húsi

Í tilefni síðasta vetrardags var slegið upp náttfataballi við mikla kátínu bæði barna og kennara. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Víðiholts.