Ólöf Línberg með bók vikunnar

Nú er verkefnið bók vikunnar lokið en það hefur gengið mjög vel. Börnin hafa verið áhugasöm og hafa staðið sig einstaklega vel að koma fram fyrir hópinn. Hér má sjá Ólöfu Línberg lesa í samverustund í mars. Ólöf bók vikunnar

Sveitaferð

Hægt er að skoða fundagerð foreldrafélags um sveitaferðina á heimasíðunni undir flipanum, foreldrar og fundagerðir foreldrafélags.

Nokkur myndbönd af lestrarhestum á Birkiholti

Hér eru nokkur skemmtileg myndbönd frá Birkiholti. Börnin hafa skipst á að koma með bók í leikskólann sem þau lesa fyrir barnahópinn. Þetta verkefni hefur gengið afar vel eins og sjá má. Elín Rut: Sindri Kristberg: Bjartur Ari: Kristinn : Júlía Mjöll:

Atlanta Dís og bók vikunnar

Í gær kom Atlanta Dís með bók vikunnar. Það krefst mikils hugrekkis að koma upp og lesa fyrir börnin en Atlanta stóð sig eins og hetja og börnin hlustuðu áhugasöm á söguna um refinn og hænuna.   Á myndasíðu Birkiholts eru fleiri myndir frá bók vikunnar, daglegu starfi, læsi og fleira.

Bolludagur nálgast

Við getum ekki beðið eftir bolludeginum og til að tryggja það að börnin fái bollur útbjuggu þau b0lluvendi. Hér eru myndir frá því þegar börnin á Birkiholti gerðu bolluvendi. Fleiri nýjar myndir eru á myndasíðu Birkiholts.