Fundur hjá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið hélt sinn fyrsta fund á þessu ári 1. febrúar. Áhugasamir kíkið á flipann Foreldrar – foreldrafélag – fundargerðir.

Bók vikunnar á Birkiholti

Nýlega fórum við af stað með verkefnið bók vikunnar. Þá fá börn og foreldrar það verkefni að velja sér bók sem barnið langar að koma með í leikskólann. Bókin er lesin og rædd heima þannig að barnið þekki innihaldið vel. Í samverustundum segir barnið svo frá eða “les” með hjálp myndanna fyrir börnin á deildinni. Þetta er liður… Read More »

Undirbúningur fyrir pabbakaffi

Næstkomandi föstudag er bóndadagur og þá bjóða börnin pabba eða öðrum aðstandanda að koma í kaffi. Börnin á Birkiholti bökuðu bollur sl föstudag sem þau ætla að bjóða upp á í bóndadagskaffinu. Hér eru myndir frá bakstrinum.

Danskennsla á Víðiholti

Í dag var fyrsti tíminn okkar í danskennslu. Tíminn gekk ljómandi vel og skemmtu börnin sér konunglega. Sjá myndir á myndasíðu.

Innritun í leikskóla

Skóladeild vekur athygli á eftirfarnandi: Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2016 – 2017 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar n.k. Hið sama gildir um foreldra sem óska eftir flutningi milli leikskóla fyrir börn sín. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Sjá nánar á heimasíðu skóldadeildar,… Read More »

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og börn.  Við þökkum kærlega fyrir það flotta ár sem var að líða og hlökkum til að halda þessu flotta samstarfi áfram.

GLEÐILEG JÓL

GLEÐILEG JÓL KÆRU FORELDRAR, BÖRN OG AÐRIR AÐSTANDENDUR BARNA HÉR Í PÁLMHOLTI. GLEYMUM EKKI AÐ JÓLIN ERU HÁTIÐ BARNANNA OG NJÓTIÐ ÞESS AÐ EIGA GÓÐAR STUNDIR Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR SUM Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS OG HINA HRESSA OG KÁTA Á NÝJU ÁRI. 

Starfsmenn efndu til kepnis í „flottasta“ jóladressi dagsins og fékk Karolína í neðra húsi vinninginn þar. Til lukku Karolína. Erna Rós „jólatré“ afhendir hér veglengan vinning.

Jólafatadagur starfsmanna

Í dag komu starfsmenn til vinnu jólaskreyttir og fínir og voru veitt verðlaun fyrir besta búninginn. Erna Rós koma skreytt eins og jólatré og vakti mikla lukku meðal barnanna. Í efra húsi fékk Kolla Ó vinninginn. Búið að prjóna á hana peysu og föndra með tilheyrandi tilstandi – til lukku Kolla

Nýjar myndir frá jólastarfi Birkiholts

Desember hefur heldur betur verið viðburðaríkur mánuður hjá okkur á Birkiholti. Hið hefðbundna hópastarf fór í jólafrí en samt sem áður erum við dugleg að halda hópunum og vinna í ýmsu sem tengist jólunum. Árstíðartréð okkar er komið í vetrarbúning og börnin hafa lokið við jólagjafir til foreldra sinna. Á hverjum degi opnum við jóladagatalið sem kemur með… Read More »