Atlanta Dís og bók vikunnar

Í gær kom Atlanta Dís með bók vikunnar. Það krefst mikils hugrekkis að koma upp og lesa fyrir börnin en Atlanta stóð sig eins og hetja og börnin hlustuðu áhugasöm á söguna um refinn og hænuna.   Á myndasíðu Birkiholts eru fleiri myndir frá bók vikunnar, daglegu starfi, læsi og fleira.

Bolludagur nálgast

Við getum ekki beðið eftir bolludeginum og til að tryggja það að börnin fái bollur útbjuggu þau b0lluvendi. Hér eru myndir frá því þegar börnin á Birkiholti gerðu bolluvendi. Fleiri nýjar myndir eru á myndasíðu Birkiholts.

Fundur hjá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið hélt sinn fyrsta fund á þessu ári 1. febrúar. Áhugasamir kíkið á flipann Foreldrar – foreldrafélag – fundargerðir.

Bók vikunnar á Birkiholti

Nýlega fórum við af stað með verkefnið bók vikunnar. Þá fá börn og foreldrar það verkefni að velja sér bók sem barnið langar að koma með í leikskólann. Bókin er lesin og rædd heima þannig að barnið þekki innihaldið vel. Í samverustundum segir barnið svo frá eða “les” með hjálp myndanna fyrir börnin á deildinni. Þetta er liður… Read More »

Undirbúningur fyrir pabbakaffi

Næstkomandi föstudag er bóndadagur og þá bjóða börnin pabba eða öðrum aðstandanda að koma í kaffi. Börnin á Birkiholti bökuðu bollur sl föstudag sem þau ætla að bjóða upp á í bóndadagskaffinu. Hér eru myndir frá bakstrinum.

Danskennsla á Víðiholti

Í dag var fyrsti tíminn okkar í danskennslu. Tíminn gekk ljómandi vel og skemmtu börnin sér konunglega. Sjá myndir á myndasíðu.

Innritun í leikskóla

Skóladeild vekur athygli á eftirfarnandi: Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2016 – 2017 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar n.k. Hið sama gildir um foreldra sem óska eftir flutningi milli leikskóla fyrir börn sín. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Sjá nánar á heimasíðu skóldadeildar,… Read More »

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og börn.  Við þökkum kærlega fyrir það flotta ár sem var að líða og hlökkum til að halda þessu flotta samstarfi áfram.