Símar komnir í lag

Símarnir voru að detta inn – við vonum að það haldist annars erum við skólastjórar alltaf tilbúnir með gsm- símana okkar

Síminn ekki í sambandi

Góðan dag Nú í morgunsárið liggur síminn í leikskólanum niðri – vinsamlegast nýtið ykkur gsm síma til að koma til okkar skilaboðum Erna Rós skólastjóri gsm 8611874, Hildur aðstoðarskólastjóri gsm 6917233, aðra gsm síma starfsfólks má sjá á heimasíðunni undir starfsfólk

Óveðursfréttir

Fræðslustjóri Soffía Vagnsdóttir sendi áðan eftirfarandi póst og undir honum eru nánari upplýsignar um það hvernig  við bregðumst við í óveðri og/eða ófærð: Kæru stjórnendur, starfsmenn og foreldrar, Jæja veðurguðirnir halda okkur á tánum þessa klukkutímana og þannig verður sjálfsagt fram á morgundaginn. Ég vil bara minna á að það er á ábyrgð foreldra hvort þeir senda börn… Read More »

Nýjar myndir á myndasíðu Víðiholts

Nú eru komin nokkur ný myndaalbúm inn á myndasíðuna okkar. Meðal annar frá jólaundirbúningi í vikunni og brosumbum. Við ætlum að halda áfram að njóta tímans framundan og eiga góðar stundir saman.

Snjóþoturallý og hreyfistund hjá Birkiholtsbörnum

Á myndasíðu Birkiholts  eru myndir frá síðasta mánudegi en þá fóru börnin á Holtið með þoturassa. Fjörið var mikið enda fyrsta rallýferð vetrarins. í dag var hreyfistund á Birkiholti en þar fengu börnin að spreyta sig á ýmsum æfingum.

Málþroski barna

Verið er að setja inn tvo bæklina um MÁLÞROSKA BARNA sem hægt er að sjá undir flipanum Upplýsingar. Vissir þú að þegar barnið fæðist hefur það verð að læra tungumálið í margar  vikur og hefur lært að greina á milli margra ólíkra hljóða í tungumálinu? Vissir þú að þegar barnið er oðið 9 mánaða má gera ráð fyrir… Read More »

Val skráningar á Birkiholti, ágúst-október 2015

Við höfum það að venju að skrá niður hvað börnin á Birkiholti velja í Vali og nú höfum við tekið saman skráningar okkar frá ágúst til októbers og sett upp í súlurit en þannig er auðvelt að sjá hvað hvert barn er að velja og þá hvað er algengasta valið hjá þeim. Hér fyrir neðan má sjá súluritin en þeim… Read More »

Umbunaveisla á Birkiholti

Í tilefni að því að SMT ormur barnanna var fullur fengu börnin að baka kökur. Börnin kusu um þessa umbun  nokkru áður og bar kökubaksturinn sigur úr býtum eftir harða baráttu við að hugmyndir eins og að fara í heimsókn til kennara, fara á hestbak,  fara í rennibraut, fara á róló, borða: kjötsúpu, popp, kjúkling eða pízzu, fara… Read More »

Tilraunavika á Birkiholti mjólkurlist og sprengjur!

Vikan á Birkiholti hefur aldeilis verið skemmtileg. Í gær gerður börnin mjólkurlistaverk með mjólk, matarlit og sápu. Í dag var vísindaKolla í essinu sínu en hún bjó til lyftiduftssprengju og það var sko fjör. Endilega skoðið myndir hér 🙂   Smá sprengislys.

Nýjar myndir á myndasíðu Birkiholts

Á myndasíðu Birkiholts eru nú nýjar myndir frá því sem á daga okkar hefur drifið. Má þar nefna myndir frá vali.  Alltaf milli 15 og 16 verður valstöð í boði þar sem kennari spilar með börnunum ýmis spil sem ætluð eru til að auka rökræna hugsun, málþroska, athygli ofl.  Við gerum ráð fyrir að þessi stöð verði vinsæl… Read More »