Tilraunavika á Birkiholti

Þessa viku tileinkum við vísindum og tilraunum. Fyrsti tilraunadagurinn var í gær og þá fylgdust börnin áhugasöm með vísindaKollu gera tilraunir með flot og massa.   Kolla lét egg fljóta í miðju vatnsglasi með því að blanda varlega saman saltvatni og fersku vatni. Salt vatn er nefnilega þyngra en ferskt vatn og því fljóta hlutir betur í saltvatninu aha!… Read More »

Bleikur dagur á Víðiholti

Í tilefni af bleikum degi í dag, 30. október mættu krakkarnir svona bleikir og fínir. Hér má sjá mynd af hópnum í samverustund í dag. 🙂  

Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla

Þá er samstarfsáætlun leik- og grunnskóla loksins komin inn á netið. Þar geta foreldrar elstu barnanna fylgst vel og vandlega með ferðum  bara sinna í grunnskólann og einnig heimsóknum 1. og 6. bekkjar í skólann. Þá verður sú nýbreitni í vetur að kennarar 1. bekkjar munu koma í heimsókn og fylgjast með elstu börnunum í leststundum og kennarar á… Read More »

Bókasafnsferð og flokkun á Birkiholti

Mánudaginn 19. Október fórum við í ævintýraferð og í þetta skiptið var för okkar heitið á bókasafnið. Börnin voru ótrúlega dugleg að ganga alla leiðina á bókasafnið og enginn kvartaði undan þreytu. Þar sem við vorum svo fljót að ganga, stoppuðum við á leikvelli og lékum okkur. Á bókasafninu tók svo kona í bangsabúningi á móti okkur og… Read More »

Foreldraráð

Foreldraráð fundaði um daginn og fundargerð er komin inn á síðuna undir Foreldrar/foreldraráð/fundargerðir – endilega kíkið og sjáið hvaða mál það eru sem þau fylgja eftir

Umbunaveisla á Birkiholti

Börnin á Birkiholti hafa verið dugleg að safna brosum fyrir að fara eftir yfirreglum skólans sem og fyrir almenna fyrirmyndarhegðun. Börnin kusu að fara á efri lóðina í kastalann þar þegar SMT-ormurinn væri fullur. Sá dagur var í dag en börnin skemmtu sér konungalega á efri lóðinni. Kastalinn er nokkuð krefjandi og því þurfti þor og þrek til… Read More »

Nýtt starfsfólk

Kolbrún Steinarsdóttir kom úr fæðingarorlofi mánudaginn 28. september og mun vinna í vetur á Birkiholti frá 8:15-15:00 – gott að fá þig aftur Kolla. Helena Lind Ragnarsdóttir byrjar hjá okkur í afleysingum 1. október og bjóðum við hana velkomna í hópinn okkar.

Gullkorn frá Birkiholti

Gullkorn: Kennari tekur teygjuna úr hárinu sínu. Barn: ,,váááá þú ert eins og prinsessa.‘‘ kennari: ,,Nú er það? Takk fyrir.‘‘ Barn hlær og segir: ,,nei djók, þú ert eins og Gilitrutt!‘‘