Tilraunavika á Birkiholti mjólkurlist og sprengjur!

Vikan á Birkiholti hefur aldeilis verið skemmtileg. Í gær gerður börnin mjólkurlistaverk með mjólk, matarlit og sápu. Í dag var vísindaKolla í essinu sínu en hún bjó til lyftiduftssprengju og það var sko fjör. Endilega skoðið myndir hér 🙂   Smá sprengislys.

Nýjar myndir á myndasíðu Birkiholts

Á myndasíðu Birkiholts eru nú nýjar myndir frá því sem á daga okkar hefur drifið. Má þar nefna myndir frá vali.  Alltaf milli 15 og 16 verður valstöð í boði þar sem kennari spilar með börnunum ýmis spil sem ætluð eru til að auka rökræna hugsun, málþroska, athygli ofl.  Við gerum ráð fyrir að þessi stöð verði vinsæl… Read More »

Tilraunavika á Birkiholti

Þessa viku tileinkum við vísindum og tilraunum. Fyrsti tilraunadagurinn var í gær og þá fylgdust börnin áhugasöm með vísindaKollu gera tilraunir með flot og massa.   Kolla lét egg fljóta í miðju vatnsglasi með því að blanda varlega saman saltvatni og fersku vatni. Salt vatn er nefnilega þyngra en ferskt vatn og því fljóta hlutir betur í saltvatninu aha!… Read More »

Bleikur dagur á Víðiholti

Í tilefni af bleikum degi í dag, 30. október mættu krakkarnir svona bleikir og fínir. Hér má sjá mynd af hópnum í samverustund í dag. 🙂  

Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla

Þá er samstarfsáætlun leik- og grunnskóla loksins komin inn á netið. Þar geta foreldrar elstu barnanna fylgst vel og vandlega með ferðum  bara sinna í grunnskólann og einnig heimsóknum 1. og 6. bekkjar í skólann. Þá verður sú nýbreitni í vetur að kennarar 1. bekkjar munu koma í heimsókn og fylgjast með elstu börnunum í leststundum og kennarar á… Read More »

Bókasafnsferð og flokkun á Birkiholti

Mánudaginn 19. Október fórum við í ævintýraferð og í þetta skiptið var för okkar heitið á bókasafnið. Börnin voru ótrúlega dugleg að ganga alla leiðina á bókasafnið og enginn kvartaði undan þreytu. Þar sem við vorum svo fljót að ganga, stoppuðum við á leikvelli og lékum okkur. Á bókasafninu tók svo kona í bangsabúningi á móti okkur og… Read More »

Foreldraráð

Foreldraráð fundaði um daginn og fundargerð er komin inn á síðuna undir Foreldrar/foreldraráð/fundargerðir – endilega kíkið og sjáið hvaða mál það eru sem þau fylgja eftir

Umbunaveisla á Birkiholti

Börnin á Birkiholti hafa verið dugleg að safna brosum fyrir að fara eftir yfirreglum skólans sem og fyrir almenna fyrirmyndarhegðun. Börnin kusu að fara á efri lóðina í kastalann þar þegar SMT-ormurinn væri fullur. Sá dagur var í dag en börnin skemmtu sér konungalega á efri lóðinni. Kastalinn er nokkuð krefjandi og því þurfti þor og þrek til… Read More »