Nýtt starfsfólk

Kolbrún Steinarsdóttir kom úr fæðingarorlofi mánudaginn 28. september og mun vinna í vetur á Birkiholti frá 8:15-15:00 – gott að fá þig aftur Kolla. Helena Lind Ragnarsdóttir byrjar hjá okkur í afleysingum 1. október og bjóðum við hana velkomna í hópinn okkar.

Gullkorn frá Birkiholti

Gullkorn: Kennari tekur teygjuna úr hárinu sínu. Barn: ,,váááá þú ert eins og prinsessa.‘‘ kennari: ,,Nú er það? Takk fyrir.‘‘ Barn hlær og segir: ,,nei djók, þú ert eins og Gilitrutt!‘‘

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn á fimmtudaginn í síðustu  viku. Áhugasamir foreldrar geta kíkt á fundargerð undir flipanum foreldrar/foreldrafélag/fundargerðir.

Nýjar myndir – Birkiholt

Á miðvikudaginn fóru börnin í hreyfistund og áttu þar skemmtilega stund með Helgu Rut. Hægt er að finna myndir úr hreyfistundinni á myndasíður Birkiholts.

Ævintýraferð á Birkiholti

  Síðasliðinn mánudag fóru börnin á Birkiholti í frábæra ferð á Holtið. Tilgangurinn var að rannsaka breytingar í náttúrunni tengdar haustinu. Börnin fundu sölnuð laufblöð, fjallagrös, „nakið“ tré, örfá ber og svo rusl sem börnin fjarlægðu.  Hér eru fleiri myndir frá ferðinni

kartöflur

hér koma myndir af kartöflunum sem við fengum inn á deild til að skoða og þrífa.

Dagur náttúrunnar

Pálmholtsbörn héldu uppá Dag náttúrunnar með því að taka upp kartöflur úr matjurtargarðinum okkar sem ber nafnið Gleðigarðurinn. Síðan þurfti að sjálfsögðu að þvo og ganga frá uppskerunni.  Fleiri myndir verður hægt að skoða á myndasíðum deilda.                                          … Read More »

Halla Bryndís Hreinsdóttir er aftur komin til starfa hjá okkur eftir fæðingarorlof. Hún verður á Asparholti frá 8:00 – 12:00 – við bjóðum hana velkomna