Foreldraráð

Foreldraráð fundaði um daginn og fundargerð er komin inn á síðuna undir Foreldrar/foreldraráð/fundargerðir – endilega kíkið og sjáið hvaða mál það eru sem þau fylgja eftir

Umbunaveisla á Birkiholti

Börnin á Birkiholti hafa verið dugleg að safna brosum fyrir að fara eftir yfirreglum skólans sem og fyrir almenna fyrirmyndarhegðun. Börnin kusu að fara á efri lóðina í kastalann þar þegar SMT-ormurinn væri fullur. Sá dagur var í dag en börnin skemmtu sér konungalega á efri lóðinni. Kastalinn er nokkuð krefjandi og því þurfti þor og þrek til… Read More »

Nýtt starfsfólk

Kolbrún Steinarsdóttir kom úr fæðingarorlofi mánudaginn 28. september og mun vinna í vetur á Birkiholti frá 8:15-15:00 – gott að fá þig aftur Kolla. Helena Lind Ragnarsdóttir byrjar hjá okkur í afleysingum 1. október og bjóðum við hana velkomna í hópinn okkar.

Gullkorn frá Birkiholti

Gullkorn: Kennari tekur teygjuna úr hárinu sínu. Barn: ,,váááá þú ert eins og prinsessa.‘‘ kennari: ,,Nú er það? Takk fyrir.‘‘ Barn hlær og segir: ,,nei djók, þú ert eins og Gilitrutt!‘‘

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn á fimmtudaginn í síðustu  viku. Áhugasamir foreldrar geta kíkt á fundargerð undir flipanum foreldrar/foreldrafélag/fundargerðir.

Nýjar myndir – Birkiholt

Á miðvikudaginn fóru börnin í hreyfistund og áttu þar skemmtilega stund með Helgu Rut. Hægt er að finna myndir úr hreyfistundinni á myndasíður Birkiholts.

Ævintýraferð á Birkiholti

  Síðasliðinn mánudag fóru börnin á Birkiholti í frábæra ferð á Holtið. Tilgangurinn var að rannsaka breytingar í náttúrunni tengdar haustinu. Börnin fundu sölnuð laufblöð, fjallagrös, „nakið“ tré, örfá ber og svo rusl sem börnin fjarlægðu.  Hér eru fleiri myndir frá ferðinni